Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa ekki gleymt sínu fólki og krefjast þess daglega að ákærur verði felldar niður og fangar leystir úr haldi. Þeir gátu þó fagnað ákvörðuninni sem tekin var í gær. Vísir/Afp Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00
Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52