Ferðamenn hrella íbúa í miðbænum með almennu sorpi í endurvinnslutunnur Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2018 16:45 Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að margar kvartanir vegna sorphirðu megi rekja til heimagistingar á borð við AirBnb. Vísir/Samsett Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent