Ferðamenn hrella íbúa í miðbænum með almennu sorpi í endurvinnslutunnur Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2018 16:45 Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að margar kvartanir vegna sorphirðu megi rekja til heimagistingar á borð við AirBnb. Vísir/Samsett Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00