Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Samgöngur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
Samgöngur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira