„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu hleypur fyrir gigtveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira