Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Audi Q7 e-tron, ekki ósvipaður þeim sem forstjóri Landsvirkjunar ekur. Vísir/Getty Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Fjögur af tíu stærstu ríkisfyrirtækjunum útvega æðsta stjórnanda sínum bifreið til afnota í samræmi við ráðningarsamninga. Fréttablaðið sendi fyrirspurn um bifreiðakost forstjóra á tíu stærstu ríkisfyrirtækin, auk Landsbankans og Íslandsbanka sem eru í ríkiseigu. Vert er að taka fram að vegna afnotanna er greiddur hlunnindaskattur samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Veglegust er bifreið Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Landsvirkjun, sem er stærsta ríkisfyrirtækið, keypti tvinnbifreið af gerðinni Audi Q7 e-tron í desember á 10,6 milljónir króna. Á sama tíma var eldri bifreið forstjóra af gerð Toyota Land Cruiser 100 og árgerð 2005 seld á rúmar fjórar milljónir. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin var því tæpar 6,6 milljónir. Segir Landsvirkjun að við skipti á ökutækjum sé meðal annars horft til þess að draga úr orkunotkun og útblæstri. Þannig minnkaði útblástur koltvísýrings úr 292 g/km í 48 g/km við skiptin.Landsnet útvegaði Ford Explorer af árgerð 2012 fyrir Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, árið 2013. Kaupverðið var 9,3 milljónir króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fékk útvegaða bifreið af gerðinni Ford Expedition í apríl 2008. Kaupverð bílsins var rétt tæpar 6,5 milljónir en bókfært virði í dag nemur tæpum tveimur milljónum. Þá hefur Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, einnig bifreið á vegum fyrirtækisins til umráða. Um er að ræða Toyota Avensis af árgerð 2010. Bifreiðin var keypt notuð í nóvember 2010 og var kaupverðið 4,4 milljónir. Ásett verð sambærilegra bifreiða er í dag í kringum um 1,2 milljónir. Hvorki Ríkisútvarpið, Matís, Strætó, Rarik, Orkuveita Reykjavíkur né Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafa útvegað bifreið fyrir sína æðstu stjórnendur. Hins vegar var greint frá því í Fréttablaðinu í vetur að ÁTVR hefði keypt notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Var hann ekki hugsaður fyrir neinn tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. Í svari frá Landsbankanum segir að bankinn sjái bankastjóra fyrir bifreið í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi sem kveður á um að bankastjóri geti óskað eftir því að hluti launanna felist í afnotum af bifreið. Útborguð laun lækki þar með sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir bifreiðina. Sama gildir um bankastjóra Íslandsbanka sem hefur til afnota Volvo XC90 sem var keyptur í desember 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00