Vara við óðahlýnun ef kolefnisforðar bresta Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 14:00 Með aukinni hlýnun verða skógareldar og þurrkar tíðari og eyðimerkurmyndun sömuleiðis. Þannig minnkar binding vistkerfa á landi á kolefni. Vísir/EPA Nái menn ekki að halda hnattrænni hlýnun vel innan marka Parísarsamkomulagsins gæti það leitt til keðjuverkunar þar sem hlýnun leysir mikið magn gróðurhúsalofttegunda úr náttúrulegum kerfum úr læðingi. Hópur vísindamanna varar við því að úr gæti orðið óðahlýnun sem gerði sum svæði jarðar óbyggileg. Skógar, land og höf jarðar binda gríðarlegt magn kolefnis og vinna þannig gegn þeirri hlýnun sem hlýst af losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti. Í grein hóps vísindamanna sem birtist í Tímariti Vísindaakademíu Bandaríkjanna (e. Proceedings of the National Academy of Sciences) skoða þeir áhrifin ef hlýnun jarðar gerði það að verkum að einhver þessara kolefnisforða hætti að binda það og byrjaði að hleypa kolefninu út í andrúmsloftið. Hópurinn skoðaði tíu náttúruleg kerfum sem binda kolefni, þar á meðal sífrera á norðurslóðum og Amazon-regnskóginn. Hlýnun gæti til dæmis brætt sífrerann og eytt gróðurlendi sem bindur kolefni. Þetta gæti stóraukið streymi gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn. Niðurstaða hópsins er að því nær sem hlýnun nær 2°C, því meiri líkur verða á því að þessir kolefnisforðar breytist í uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda og magni hlýnunina af völdum manna upp. Byrji einn þeirra að losa kolefni í miklu magni gæti hlýnunin sem af því hlytist leitt til þess að hinir byrjuðu einnig að sleppa kolefni. Þannig gæti hlýnun farið úr böndunum jafnvel þó að menn dragi verulega úr losun sinni eins og lagt er upp með í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015. Vísindamennirnir benda á að hnattræn hlýnun nemur nú þegar rúmlega 1°C. Magn gróðurhúsalofttegunda sem menn hafa þegar losað út í andrúmsloftið þýðir að hlýnunin verður að líkindum að minnsta kosti 1,5°C áður en yfir lýkur.Hlýrra en í meira en milljón ár Afleiðingar slíkrar óðahlýnunar gætu orðið afdrifaríkar. Meðalhiti jarðar gæti náð jafnvægi í kringum 4-5°C yfir því sem þekktist fyrir iðnbyltinguna og hefði þá ekki verið hlýrra á jörðinni í meira en 1,2 milljónir ára. Sjávarstaðan gæti verið tíu til sextíu metrum hærri en hún er nú vegna bráðnunar íss á landi. Saman þýddi þetta að sumir hlutar jarðarinnar yrðu óbyggilegir. Vísindamennirnir vara við því að áhrifin gætu komið fram skyndilega þó að þau verstu yrðu líklega ekki að veruleika fyrr en eftir hundrað til tvö hundruð ár. „Ég vona að við höfum rangt fyrir okkur en sem vísindamenn höfum við skyldu til að kanna hvort að þetta sé raunverulegt,“ segir Johan Rockström, forstjóri Resilience Center í Stokkhólmi og aðalhöfundur greinarinnar, við The Guardian. Ef ályktanirnar eru réttar varar Rockström við því að hlýnun gæti haldið áfram jafnvel þó að menn nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Við segjum ekki að þetta muni örugglega gerast. Við skrifum aðeins upp alla atburði sem geta haft áhrif og finnum hugsanlegar atburðarásir. Fyrir fimmtíu árum hefði þessu verið hafnað sem hrakspá en nú eru vísindamenn orðnir virkilega áhyggjufullir,“ segir Rockström.Halldór Björnsson segir skógarelda þegar orðna vandamál við einnar gráðu hlýnun. Vandamálið verði enn stærra þegar við nálgumst tveggja gráðu hlýnun síðar á þessari öld.VísirKemur að því að kerfin mettast Áhyggjur vísindamanna af svonefndri jákvæðri svörun (e. positive feedback) í tengslum við hnattræna hlýnun eru ekki nýjar af nálinni, að sögn Halldórs Björnssonar, loftslagsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Leiddar hafa verið líkur að því að hlýnun af völdum manna gæti brætt freðmýrar á norðurslóðum og losað kolefni sem þar er bundið í jörðu. Það gæti tvöfaldað losun gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn. Halldór leggur áherslu á að hann hafi ekki haft færi á að lesa grein vísindamannana sjálfa og að hann geti ekki sagt til um ályktanir þeirra. Hann segir hins vegar lögmætt að velta fyrir sér hversu lengi náttúruleg kerfi geta tekið við kolefni í því magni sem þau gera nú, ekki síst hvað varðar vistkerfi á landi. „Það mun koma að því að þau mettast því að fyrirbæri eins og endalausir skógareldar og þurrkar og slíkt draga úr getu gróðurs til þess að taka upp koltvísýring. Kerfi sem nú taka við kannski tæplega fjórðung losunar farið að taka 15% losunar. Þá tekurðu eftir því um leið,“ segir Halldór. Í nýjustu vísindaskýrslu alríkisstjórnar Bandaríkjanna um loftslagsbreytingar kemur fram að jákvæð svörun innan loftslags jarðar geti hraðað loftslagsbreytingum af völdum manna til muna og gerbreytt ástandi jarðar. Líklegt sé að sum þeirra kerfa séu enn óþekkt. Loftslagslíkön taki tillit til mikilvægra náttúrulegra kerfa en þau nái hins vegar ekki yfir alla þá þætti sem geti stuðlað að svörunum. Meðal annars af þessum sökum sé ekki hægt að útiloka að hlýnun jarðar verði meiri en loftslagslíkön benda til. Líklegra sé að líkönin vanmeti langtímabreytingar á loftslagi en hitt. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59 Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Vísbendingar eru um að sef valdi mun meiri metanmyndun í vötnum en annar gróður. Spáð er að útbreiðsla sefs aukist við vötn á norðurhveli á hlýnandi jörðu. 7. maí 2018 15:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Nái menn ekki að halda hnattrænni hlýnun vel innan marka Parísarsamkomulagsins gæti það leitt til keðjuverkunar þar sem hlýnun leysir mikið magn gróðurhúsalofttegunda úr náttúrulegum kerfum úr læðingi. Hópur vísindamanna varar við því að úr gæti orðið óðahlýnun sem gerði sum svæði jarðar óbyggileg. Skógar, land og höf jarðar binda gríðarlegt magn kolefnis og vinna þannig gegn þeirri hlýnun sem hlýst af losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti. Í grein hóps vísindamanna sem birtist í Tímariti Vísindaakademíu Bandaríkjanna (e. Proceedings of the National Academy of Sciences) skoða þeir áhrifin ef hlýnun jarðar gerði það að verkum að einhver þessara kolefnisforða hætti að binda það og byrjaði að hleypa kolefninu út í andrúmsloftið. Hópurinn skoðaði tíu náttúruleg kerfum sem binda kolefni, þar á meðal sífrera á norðurslóðum og Amazon-regnskóginn. Hlýnun gæti til dæmis brætt sífrerann og eytt gróðurlendi sem bindur kolefni. Þetta gæti stóraukið streymi gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn. Niðurstaða hópsins er að því nær sem hlýnun nær 2°C, því meiri líkur verða á því að þessir kolefnisforðar breytist í uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda og magni hlýnunina af völdum manna upp. Byrji einn þeirra að losa kolefni í miklu magni gæti hlýnunin sem af því hlytist leitt til þess að hinir byrjuðu einnig að sleppa kolefni. Þannig gæti hlýnun farið úr böndunum jafnvel þó að menn dragi verulega úr losun sinni eins og lagt er upp með í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015. Vísindamennirnir benda á að hnattræn hlýnun nemur nú þegar rúmlega 1°C. Magn gróðurhúsalofttegunda sem menn hafa þegar losað út í andrúmsloftið þýðir að hlýnunin verður að líkindum að minnsta kosti 1,5°C áður en yfir lýkur.Hlýrra en í meira en milljón ár Afleiðingar slíkrar óðahlýnunar gætu orðið afdrifaríkar. Meðalhiti jarðar gæti náð jafnvægi í kringum 4-5°C yfir því sem þekktist fyrir iðnbyltinguna og hefði þá ekki verið hlýrra á jörðinni í meira en 1,2 milljónir ára. Sjávarstaðan gæti verið tíu til sextíu metrum hærri en hún er nú vegna bráðnunar íss á landi. Saman þýddi þetta að sumir hlutar jarðarinnar yrðu óbyggilegir. Vísindamennirnir vara við því að áhrifin gætu komið fram skyndilega þó að þau verstu yrðu líklega ekki að veruleika fyrr en eftir hundrað til tvö hundruð ár. „Ég vona að við höfum rangt fyrir okkur en sem vísindamenn höfum við skyldu til að kanna hvort að þetta sé raunverulegt,“ segir Johan Rockström, forstjóri Resilience Center í Stokkhólmi og aðalhöfundur greinarinnar, við The Guardian. Ef ályktanirnar eru réttar varar Rockström við því að hlýnun gæti haldið áfram jafnvel þó að menn nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Við segjum ekki að þetta muni örugglega gerast. Við skrifum aðeins upp alla atburði sem geta haft áhrif og finnum hugsanlegar atburðarásir. Fyrir fimmtíu árum hefði þessu verið hafnað sem hrakspá en nú eru vísindamenn orðnir virkilega áhyggjufullir,“ segir Rockström.Halldór Björnsson segir skógarelda þegar orðna vandamál við einnar gráðu hlýnun. Vandamálið verði enn stærra þegar við nálgumst tveggja gráðu hlýnun síðar á þessari öld.VísirKemur að því að kerfin mettast Áhyggjur vísindamanna af svonefndri jákvæðri svörun (e. positive feedback) í tengslum við hnattræna hlýnun eru ekki nýjar af nálinni, að sögn Halldórs Björnssonar, loftslagsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Leiddar hafa verið líkur að því að hlýnun af völdum manna gæti brætt freðmýrar á norðurslóðum og losað kolefni sem þar er bundið í jörðu. Það gæti tvöfaldað losun gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn. Halldór leggur áherslu á að hann hafi ekki haft færi á að lesa grein vísindamannana sjálfa og að hann geti ekki sagt til um ályktanir þeirra. Hann segir hins vegar lögmætt að velta fyrir sér hversu lengi náttúruleg kerfi geta tekið við kolefni í því magni sem þau gera nú, ekki síst hvað varðar vistkerfi á landi. „Það mun koma að því að þau mettast því að fyrirbæri eins og endalausir skógareldar og þurrkar og slíkt draga úr getu gróðurs til þess að taka upp koltvísýring. Kerfi sem nú taka við kannski tæplega fjórðung losunar farið að taka 15% losunar. Þá tekurðu eftir því um leið,“ segir Halldór. Í nýjustu vísindaskýrslu alríkisstjórnar Bandaríkjanna um loftslagsbreytingar kemur fram að jákvæð svörun innan loftslags jarðar geti hraðað loftslagsbreytingum af völdum manna til muna og gerbreytt ástandi jarðar. Líklegt sé að sum þeirra kerfa séu enn óþekkt. Loftslagslíkön taki tillit til mikilvægra náttúrulegra kerfa en þau nái hins vegar ekki yfir alla þá þætti sem geti stuðlað að svörunum. Meðal annars af þessum sökum sé ekki hægt að útiloka að hlýnun jarðar verði meiri en loftslagslíkön benda til. Líklegra sé að líkönin vanmeti langtímabreytingar á loftslagi en hitt.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59 Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Vísbendingar eru um að sef valdi mun meiri metanmyndun í vötnum en annar gróður. Spáð er að útbreiðsla sefs aukist við vötn á norðurhveli á hlýnandi jörðu. 7. maí 2018 15:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39
Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59
Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Vísbendingar eru um að sef valdi mun meiri metanmyndun í vötnum en annar gróður. Spáð er að útbreiðsla sefs aukist við vötn á norðurhveli á hlýnandi jörðu. 7. maí 2018 15:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37