Förðunarfræðingur frá Hollywood kennir á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2018 06:00 „Ísland er töfraland fyrir mig. Ég elska að ferðast og mig hefur alltaf dreymt að koma hingað. Ég kom hingað fyrst á síðasta ári þegar ég vann handritakeppni og fyrirtækið styrkti mig um ferð til Íslands,“ segir hún. Fréttablaðið/Sigtryggur „Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira