Beittu mótmælendur táragasi og slökktu á internetinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 21:00 Nokkrir mótmælendur særðust í aðgerðum lögreglu í Dhaka, höfuðborg Bangladess, í dag. Vísir/Getty Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni. Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni.
Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30