Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 18:32 Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira