Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:40 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra. Vísir/Vilhelm Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira