Rennsli eykst hratt í Skaftá Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 14:28 Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts, en um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu. Hlaupið hefur náð mæli á tindinum. Vísir Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39
Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48
Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15