Móðir Bin Laden tjáir sig í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 11:34 Osama Bin Laden. Vísir/Getty Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann. Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann.
Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira