Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 23:20 Stjórnarandstæðingar brenna kosningaspjald af Mnangagwa forseta í höfuðborginni Harare. Þeir telja að brögð hafi verið í tafli í kosningunum á mánudag. Vísir/EPA Kjörstjórn í Simbabve hefur lýst Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta landsins, sigurvegara í forsetakosningunum sem fóru fram á mánudag. Sex manns hafa fallið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum úr röðum stjórnarandstæðinga á undanförnum dögum.Reuters-fréttastofan segir að Mnangagwa hafi hlotið 50,8% atkvæða en Nelson Chamisa, helsti andstæðingur hans í kosningunum, hafi fengið 44,3%. Lögreglan fjarlægði fulltrúa stjórnarandstöðunnar af sviði kjörstjórnar þegar þeir höfnuðu úrslitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chamisa hefur haldið því fram að hann hafi verið sigurvegari kosninganna. Formaður MDC-bandalags hans segir nú að ekki sé hægt að staðfesta niðurstöður kosninganna. Kjörstjórnin segir hins vegar að ekkert vafasamt hafi átt sér stað í tengslum við þær. Forsetakosningarnar á mánudag voru þær fyrstu frá því að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember. Mnangagwa tók við sem forseti í kjölfarið. Hann segir að viðræður eigi sér nú stað á milli ríkisstjórnarinnar og Chamisa til þess að róa öldurnar. Simbabve Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Einn látinn í mótmælum á götum Harare Lögregla í Simbabve hefur beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum í höfuðborginni. 1. ágúst 2018 14:26 Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Sigurvissa ríkir í herbúðum stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve eftir forsetakosningarnar. Hann sakar hins vegar stjórnarflokkinn um að reyna að hagræða úrslitunum vegna tafa á birtingu þeirra. 1. ágúst 2018 06:00 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mnangagwa sakaður um að svindla í kosningunum Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn "svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve. 26. júlí 2018 06:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Kjörstjórn í Simbabve hefur lýst Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta landsins, sigurvegara í forsetakosningunum sem fóru fram á mánudag. Sex manns hafa fallið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum úr röðum stjórnarandstæðinga á undanförnum dögum.Reuters-fréttastofan segir að Mnangagwa hafi hlotið 50,8% atkvæða en Nelson Chamisa, helsti andstæðingur hans í kosningunum, hafi fengið 44,3%. Lögreglan fjarlægði fulltrúa stjórnarandstöðunnar af sviði kjörstjórnar þegar þeir höfnuðu úrslitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chamisa hefur haldið því fram að hann hafi verið sigurvegari kosninganna. Formaður MDC-bandalags hans segir nú að ekki sé hægt að staðfesta niðurstöður kosninganna. Kjörstjórnin segir hins vegar að ekkert vafasamt hafi átt sér stað í tengslum við þær. Forsetakosningarnar á mánudag voru þær fyrstu frá því að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember. Mnangagwa tók við sem forseti í kjölfarið. Hann segir að viðræður eigi sér nú stað á milli ríkisstjórnarinnar og Chamisa til þess að róa öldurnar.
Simbabve Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Einn látinn í mótmælum á götum Harare Lögregla í Simbabve hefur beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum í höfuðborginni. 1. ágúst 2018 14:26 Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Sigurvissa ríkir í herbúðum stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve eftir forsetakosningarnar. Hann sakar hins vegar stjórnarflokkinn um að reyna að hagræða úrslitunum vegna tafa á birtingu þeirra. 1. ágúst 2018 06:00 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mnangagwa sakaður um að svindla í kosningunum Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn "svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve. 26. júlí 2018 06:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28
Einn látinn í mótmælum á götum Harare Lögregla í Simbabve hefur beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum í höfuðborginni. 1. ágúst 2018 14:26
Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Sigurvissa ríkir í herbúðum stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve eftir forsetakosningarnar. Hann sakar hins vegar stjórnarflokkinn um að reyna að hagræða úrslitunum vegna tafa á birtingu þeirra. 1. ágúst 2018 06:00
Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10
Mnangagwa sakaður um að svindla í kosningunum Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn "svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve. 26. júlí 2018 06:00