„Þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þessum tímapunkti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 13:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/ITU Aquathlon World Championships Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira