Sport

Handleggsbrotnaði á síðustu æfingunni sinni og missir af EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á ÓL 2016.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á ÓL 2016. Vísir/Getty
Íslenska fimleikadrottningin Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sem keppir fyrir Holland verður ekki með á Evrópumótinu í Glasgow þrátt fyrir að hafa verið með farseðilinn í höndunum.

Eyþóra varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna á síðustu æfingu sinni fyrir Evrópumótið og hún sagði fylgjendum sínum frá þessum leiðinlegu fréttum á Instagram síðu sinni.





„Ég færi ykkur sorgarfréttir. Í dag lenti ég í óheppilegu slysi á síðustu æfingunni minni fyrir EM og varð fyrir því óláni að handleggsbrotna. Það verður því ekkert Evrópumót hjá mér. Ég vil samt óska liði mínu góðs gengis í Glasgow. Notið kraftinn og þokkann. Skínið,“ skrifaði Eyþóra á Instagram.









Eyþóra vann tvenn verðlaun á síðasta EM, fékk þá silfur á jafnvægisslá og brons fyrir æfingar á gólfi.

Besta árangri í fjölþraut á stórmóti náði hún á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð í níunda sæti. Hún endaði í tólfta sæti í fjölþraut á síðustu tveimur Evrópumótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×