Sænskum konungsdjásnum stolið Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 07:32 Djásnin eru frá valdatíð Karls hertoga, sem var betur þekktur sem Karl níundi. Alamy Skargripaþjófar flýja nú sænska lögreglumenn eftir að þeim tókst að nappa konungsdjásnum úr dómkirkju einni í bænum Strängnäs, áður en þeir stungu af á hraðbáti. Þjófnaðurinn átti sér stað í hádeginu í gær. Þjófarnir eru sagðir hafa laumað sér inn í dómkirkjuna, sem gnæfir yfir smábæinn vestan af Stokkhólmi, en hún var opin fyrir gesti og gangandi. Þeir gripu með sér tvær kórónur og veldishnetti á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna. Munirnir eru frá upphafi 17 aldar, úr valdatíð Karls níunda Svíakonungs, og eru taldir ómetanlegir. Tom Rowell, maður sem hyggst gifta sig í dómkirkjunni í næstu viku, sagðist í samtali við Aftonbladet hafa séð tvo menn hlaupa út úr kirkunni, hoppa upp í hvítan hraðbát og bruna af stað. Dómkirkjan í Strängnäs.AlamyHann segir að ekki hafi farið á milli mála að um glæpamenn væri að ræða, af hátterni þeirra að dæma. „Það er fyrirlitlegt að fólk skuli ræna helgar og sögulegar byggingar,“ segir Rodwell. Starfsmaður dómkirkjunnar tekur í sama streng og lýsir þjófnaðinum sem „gríðarlegu menningarlegu- og fjárhagslegu tjóni.“ Lögreglan hefur blásið til umfangsmikillar leitar, sem hefur lítinn árangur borið enn sem komið er. „Staðan er 1-0 fyrir þeim þessa stundina,“ segir talsmaður lögreglunnar í samtali við Aftonbladet. Kóngafólk Norðurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Skargripaþjófar flýja nú sænska lögreglumenn eftir að þeim tókst að nappa konungsdjásnum úr dómkirkju einni í bænum Strängnäs, áður en þeir stungu af á hraðbáti. Þjófnaðurinn átti sér stað í hádeginu í gær. Þjófarnir eru sagðir hafa laumað sér inn í dómkirkjuna, sem gnæfir yfir smábæinn vestan af Stokkhólmi, en hún var opin fyrir gesti og gangandi. Þeir gripu með sér tvær kórónur og veldishnetti á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna. Munirnir eru frá upphafi 17 aldar, úr valdatíð Karls níunda Svíakonungs, og eru taldir ómetanlegir. Tom Rowell, maður sem hyggst gifta sig í dómkirkjunni í næstu viku, sagðist í samtali við Aftonbladet hafa séð tvo menn hlaupa út úr kirkunni, hoppa upp í hvítan hraðbát og bruna af stað. Dómkirkjan í Strängnäs.AlamyHann segir að ekki hafi farið á milli mála að um glæpamenn væri að ræða, af hátterni þeirra að dæma. „Það er fyrirlitlegt að fólk skuli ræna helgar og sögulegar byggingar,“ segir Rodwell. Starfsmaður dómkirkjunnar tekur í sama streng og lýsir þjófnaðinum sem „gríðarlegu menningarlegu- og fjárhagslegu tjóni.“ Lögreglan hefur blásið til umfangsmikillar leitar, sem hefur lítinn árangur borið enn sem komið er. „Staðan er 1-0 fyrir þeim þessa stundina,“ segir talsmaður lögreglunnar í samtali við Aftonbladet.
Kóngafólk Norðurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira