Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar íhugar málaferli gegn Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 19:02 John Brennan, fyrrum yfirmaður CIA, leitar nú ráða lögfróðra manna. Vísir/Getty John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“ Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“
Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Sjá meira
Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26