CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 09:35 Kortinu hefur verið dreift víða á netinu síðan í gær og vakið athygli. Vísir/CNN Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen. Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen.
Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30