Haukar notuðu sektarsjóðinn til að styrkja þjálfarann og systur hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:30 Úr leik Hauka í Inkasso deildinni fréttablaðið/andri marínó Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira