Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni Benedikt Bóas skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Atómstöðin rétt fyrir gigg á Bræðslunni ásamt Leon Fink hljóðmeistara lengst til hægri. Mynd/ Heiða Aðalsteinsdóttir Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00