Veðurspáin, meðaltími hlaupara og aðrar áhugaverðar upplýsingar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2018 16:47 Veðrið verður afar gott á hlaupadegi gangi spáin eftir. Vísir/Daníel Rúnarsson Það verður einmuna blíða þegar um 15 þúsund manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Spár gera ráð fyrir að hæðahryggur ráði ríkjum yfir vestanverðu landinu sem þýðir að útlit er fyrir þurrt og sólríkt veður. Veðurstofa Íslands segir horfur á vindi úr norðvestri, kringum sex metra á sekúndu sem kallað er stinningsgola á gamla vindstigakvarðanum. Hafáttin þýðir að hiti á opinbera mæla í skugga nær varla nema 12 til 13 stigum, en í skjóli á sólríkum stað verður hlýrra. Um kvöldið er gert ráð fyrir að vind lægi og hitatölurnar síga niðurávið þegar sólar nýtur ekki lengur við. Það þýðir að framan af degi er þörf á sólarvörn en um kvöldið ætti að smeygja sér í hlýja peysu. Keppendur í maraþoni og hálfmaraþoni verða ræstir út klukkan 08:40 á laugardag. Keppendur í maraþoni eru um 1.550 manns en af þeim eru þrettán hundruð erlendir þátttakendur. Tæplega 3.000 eru skráðir í hálft maraþon. Klukkan 09:35 eru þátttakendur í tíu kílómetra hlaupi ræstir út en tæplega sex þúsund manns eru skráðir til leiks þar.Um 15.000 manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.Vísir/Daníel RúnarssonEinar Gunnar Guðmundsson hefur tekið saman tölfræði úr Reykjavíkurmaraþoninu og birt á vef sínum. Samkvæmt þeim gögnum sem Einar hefur tekið saman var meðaltími hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra eftirfarandi:10 kílómetra hlaupKarlar: 59 mínútur og 41 sekúndaKonur: Ein klukkustund og tíu mínúturHálft maraþonKarlar: Ein klukkustund og 58 mínúturKonur: Tvær klukkustundir og 13 mínúturMaraþonKarlar: Fjórar klukkustundir og tíu mínúturKonur: Fjórar klukkustundir og 30 mínútur Þeir sem eru skráðir þurfa að sækja hlaupagögn í Laugardalshöll. Hægt er að sækja gögnin til klukkan 20 í kvöld en á morgun er hægt að nálgast gögnin á milli klukkan 14 og 19. Samkvæmt reglum hlaupsins er skulu þátttakendur kynna sér hlaupaleiðir og hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara.Hér má kynna sér hlaupaleiðirnar.Í Reykjavíkurmaraþoninu býðst hlaupurum í tíu kílómetra hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:10 km hlaup45 mínútur Gísli Páll Reynisson50 mínútur Friðleifur Friðleifsson55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteins60 mínútur Sigríður Gísladóttir og Árni Gústafsson65 mínútur Jóhanna Eiríksdóttir og Karl Gíslason70 mínútur Pétur ValdimarssonHálfmaraþon1 klst og 40 mínútur Birna Varðardóttir Gunnarsson og Inga Dís Karlsdóttir1 klst og 45 mínútur Melkorka Árný Kvaran og Þorsteinn Tryggvi Másson1 klst og 50 mínútur Friðrik Ármann Guðmundsson og Svanhildur Þengilsdóttir1 klst og 55 mínútur Daði Jónsson og Kristján Hrafn Guðmundsson2 klukkustundir Jóhanna Arnórsdóttir og Bryndís ErnstdóttirMaraþon4 klst Dagur Egonsson og Ólafur Briem Eru þátttakendur hvattir til að kynna sér hraðahólfi vel við upphaf hlaupsins og velja sér hólf sem er á þeim tíma sem þeir ætla sér að hlaupa á. Hægt er að kynna sér hraðahólfin hér. Á hlaupadeginum sjálfum er þátttakendum ráðlagt að fá sér morgunmat sem þeir vita að fer vel í þá nokkru fyrir keppni og drekka nóg ef hlaupa á lengri vegalengdir. Þá er keppendum ráðlagt frá því að reyna einhverja nýja hluti heldur halda sig við sína rútínu. Hlaupurum er ráðlagt að fara fremur hægt af stað til að koma í veg fyrir að þeir springi á leiðinni á og gefist upp. Mikill æsingur getur verið við rásmarkið og því mikilvægt fyrir marga að halda ró til að fara ekki of geyst af stað. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Það verður einmuna blíða þegar um 15 þúsund manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Spár gera ráð fyrir að hæðahryggur ráði ríkjum yfir vestanverðu landinu sem þýðir að útlit er fyrir þurrt og sólríkt veður. Veðurstofa Íslands segir horfur á vindi úr norðvestri, kringum sex metra á sekúndu sem kallað er stinningsgola á gamla vindstigakvarðanum. Hafáttin þýðir að hiti á opinbera mæla í skugga nær varla nema 12 til 13 stigum, en í skjóli á sólríkum stað verður hlýrra. Um kvöldið er gert ráð fyrir að vind lægi og hitatölurnar síga niðurávið þegar sólar nýtur ekki lengur við. Það þýðir að framan af degi er þörf á sólarvörn en um kvöldið ætti að smeygja sér í hlýja peysu. Keppendur í maraþoni og hálfmaraþoni verða ræstir út klukkan 08:40 á laugardag. Keppendur í maraþoni eru um 1.550 manns en af þeim eru þrettán hundruð erlendir þátttakendur. Tæplega 3.000 eru skráðir í hálft maraþon. Klukkan 09:35 eru þátttakendur í tíu kílómetra hlaupi ræstir út en tæplega sex þúsund manns eru skráðir til leiks þar.Um 15.000 manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.Vísir/Daníel RúnarssonEinar Gunnar Guðmundsson hefur tekið saman tölfræði úr Reykjavíkurmaraþoninu og birt á vef sínum. Samkvæmt þeim gögnum sem Einar hefur tekið saman var meðaltími hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra eftirfarandi:10 kílómetra hlaupKarlar: 59 mínútur og 41 sekúndaKonur: Ein klukkustund og tíu mínúturHálft maraþonKarlar: Ein klukkustund og 58 mínúturKonur: Tvær klukkustundir og 13 mínúturMaraþonKarlar: Fjórar klukkustundir og tíu mínúturKonur: Fjórar klukkustundir og 30 mínútur Þeir sem eru skráðir þurfa að sækja hlaupagögn í Laugardalshöll. Hægt er að sækja gögnin til klukkan 20 í kvöld en á morgun er hægt að nálgast gögnin á milli klukkan 14 og 19. Samkvæmt reglum hlaupsins er skulu þátttakendur kynna sér hlaupaleiðir og hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara.Hér má kynna sér hlaupaleiðirnar.Í Reykjavíkurmaraþoninu býðst hlaupurum í tíu kílómetra hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:10 km hlaup45 mínútur Gísli Páll Reynisson50 mínútur Friðleifur Friðleifsson55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteins60 mínútur Sigríður Gísladóttir og Árni Gústafsson65 mínútur Jóhanna Eiríksdóttir og Karl Gíslason70 mínútur Pétur ValdimarssonHálfmaraþon1 klst og 40 mínútur Birna Varðardóttir Gunnarsson og Inga Dís Karlsdóttir1 klst og 45 mínútur Melkorka Árný Kvaran og Þorsteinn Tryggvi Másson1 klst og 50 mínútur Friðrik Ármann Guðmundsson og Svanhildur Þengilsdóttir1 klst og 55 mínútur Daði Jónsson og Kristján Hrafn Guðmundsson2 klukkustundir Jóhanna Arnórsdóttir og Bryndís ErnstdóttirMaraþon4 klst Dagur Egonsson og Ólafur Briem Eru þátttakendur hvattir til að kynna sér hraðahólfi vel við upphaf hlaupsins og velja sér hólf sem er á þeim tíma sem þeir ætla sér að hlaupa á. Hægt er að kynna sér hraðahólfin hér. Á hlaupadeginum sjálfum er þátttakendum ráðlagt að fá sér morgunmat sem þeir vita að fer vel í þá nokkru fyrir keppni og drekka nóg ef hlaupa á lengri vegalengdir. Þá er keppendum ráðlagt frá því að reyna einhverja nýja hluti heldur halda sig við sína rútínu. Hlaupurum er ráðlagt að fara fremur hægt af stað til að koma í veg fyrir að þeir springi á leiðinni á og gefist upp. Mikill æsingur getur verið við rásmarkið og því mikilvægt fyrir marga að halda ró til að fara ekki of geyst af stað.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira