Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í málinu á borgarráðsfundi á morgun. Visir/Stefán/Pjetur Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?