„Þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2018 11:30 Katrín Björk notast við sérstakt spjald til að tjá sig. „Það eru þrjú ár núna 14. júní síðan ég fékk stærsta áfallið, það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég loksins vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. „Fyrstu vikurnar lifði ég í öndunarvél sem dældi ofan í mig öllu því lofti sem ég þurfti á að halda. Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þó ég nái ekki enn þá að mynda skiljanleg orð og hafi ekkert jafnvægi og get því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og væntingar mínar.“ Katrín segist skrifa á þann hátt að veikindin eru ekki aðalatriðið. „Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geta allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi því nota ég hjólastól, en þrátt fyrir það þá dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirHöggið kom tíu dögum síðar Hún segist hafa verð ósköp venjuleg 21 árs stelpa þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. „Hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft hægra megin í líkamanum. Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og óttafullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu, hún var svo stór að það þótti undur að ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Katrín sem er búsett á Flateyri. Þá gat hún aðeins hreyft annað augað.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirFann vöðvana vakna „Ég gat þó hreyft annað augað. Vikurnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði. Tíu vikum eftir að ég fékk áfallið þá var Reykjavíkurmaraþonið og þar var ótrúlegur samhugur og velvilji. Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífurlegur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðnum í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga, en þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir.“ Hún segir að eftir Reykjavíkurmaraþonið á sínum tíma hafi vöðvarnir farið að vakna. „Ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þó mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakklát.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28 Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Það eru þrjú ár núna 14. júní síðan ég fékk stærsta áfallið, það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég loksins vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. „Fyrstu vikurnar lifði ég í öndunarvél sem dældi ofan í mig öllu því lofti sem ég þurfti á að halda. Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þó ég nái ekki enn þá að mynda skiljanleg orð og hafi ekkert jafnvægi og get því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og væntingar mínar.“ Katrín segist skrifa á þann hátt að veikindin eru ekki aðalatriðið. „Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geta allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi því nota ég hjólastól, en þrátt fyrir það þá dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirHöggið kom tíu dögum síðar Hún segist hafa verð ósköp venjuleg 21 árs stelpa þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. „Hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft hægra megin í líkamanum. Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og óttafullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu, hún var svo stór að það þótti undur að ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Katrín sem er búsett á Flateyri. Þá gat hún aðeins hreyft annað augað.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirFann vöðvana vakna „Ég gat þó hreyft annað augað. Vikurnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði. Tíu vikum eftir að ég fékk áfallið þá var Reykjavíkurmaraþonið og þar var ótrúlegur samhugur og velvilji. Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífurlegur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðnum í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga, en þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir.“ Hún segir að eftir Reykjavíkurmaraþonið á sínum tíma hafi vöðvarnir farið að vakna. „Ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þó mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakklát.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28 Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28
Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39