„Þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2018 11:30 Katrín Björk notast við sérstakt spjald til að tjá sig. „Það eru þrjú ár núna 14. júní síðan ég fékk stærsta áfallið, það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég loksins vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. „Fyrstu vikurnar lifði ég í öndunarvél sem dældi ofan í mig öllu því lofti sem ég þurfti á að halda. Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þó ég nái ekki enn þá að mynda skiljanleg orð og hafi ekkert jafnvægi og get því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og væntingar mínar.“ Katrín segist skrifa á þann hátt að veikindin eru ekki aðalatriðið. „Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geta allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi því nota ég hjólastól, en þrátt fyrir það þá dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirHöggið kom tíu dögum síðar Hún segist hafa verð ósköp venjuleg 21 árs stelpa þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. „Hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft hægra megin í líkamanum. Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og óttafullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu, hún var svo stór að það þótti undur að ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Katrín sem er búsett á Flateyri. Þá gat hún aðeins hreyft annað augað.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirFann vöðvana vakna „Ég gat þó hreyft annað augað. Vikurnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði. Tíu vikum eftir að ég fékk áfallið þá var Reykjavíkurmaraþonið og þar var ótrúlegur samhugur og velvilji. Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífurlegur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðnum í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga, en þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir.“ Hún segir að eftir Reykjavíkurmaraþonið á sínum tíma hafi vöðvarnir farið að vakna. „Ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þó mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakklát.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28 Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
„Það eru þrjú ár núna 14. júní síðan ég fékk stærsta áfallið, það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég loksins vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. „Fyrstu vikurnar lifði ég í öndunarvél sem dældi ofan í mig öllu því lofti sem ég þurfti á að halda. Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þó ég nái ekki enn þá að mynda skiljanleg orð og hafi ekkert jafnvægi og get því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og væntingar mínar.“ Katrín segist skrifa á þann hátt að veikindin eru ekki aðalatriðið. „Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geta allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi því nota ég hjólastól, en þrátt fyrir það þá dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirHöggið kom tíu dögum síðar Hún segist hafa verð ósköp venjuleg 21 árs stelpa þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. „Hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft hægra megin í líkamanum. Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og óttafullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu, hún var svo stór að það þótti undur að ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Katrín sem er búsett á Flateyri. Þá gat hún aðeins hreyft annað augað.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirFann vöðvana vakna „Ég gat þó hreyft annað augað. Vikurnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði. Tíu vikum eftir að ég fékk áfallið þá var Reykjavíkurmaraþonið og þar var ótrúlegur samhugur og velvilji. Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífurlegur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðnum í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga, en þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir.“ Hún segir að eftir Reykjavíkurmaraþonið á sínum tíma hafi vöðvarnir farið að vakna. „Ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þó mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakklát.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28 Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
„Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28
Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39