Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 06:45 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira