Jón Gnarr er rödd Oks í nýrri heimildarmynd Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Auk frumsýningar myndarinnar Not Ok, standa þau Dominic og Cymene fyrir ferð að fjallinu Oki næstkomandi laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við heyrðum söguna af Oki, þessum litla jökli sem hafði minnkað svo mikið að hann taldist ekki lengur jökull. Þetta var eitthvað í fréttum á Íslandi en fékk enga athygli utan landsins. Við gerðum þessa mynd þar sem okkur langaði að segja þessa sögu,“ segir Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston í Bandaríkjunum. Hann hefur ásamt kollega sínum, Cymere Howe, gert heimildarmynd um Ok sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Titill myndarinnar er Not Ok og vísar bæði í heiti fjallsins sem taldist jökull til ársins 2014 en er líka leikur að orðum um að hlýnun jarðar og afleiðingar hennar séu ekki í lagi. Þau Dominic og Cymere hafa komið reglulega til landsins undanfarin ár. Fyrst komu þau vegna tengsla sinna við Jón Gnarr og Besta flokkinn en fengu svo áhuga á íslenskri náttúru og hvernig hún væri að breytast vegna hlýnunar jarðar. „Við reynum að beina athyglinni að afleiðingum þessa atburðar sem virkar kannski ómerkilegur í stóra samhenginu en er samt svo lýsandi fyrir það mikilvæga viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru,“ segir Cymene. Hún segir myndina einnig fjalla um það hvernig viðhorf Íslendinga til jökla hafi breyst. „Áður fyrr voru jöklar taldir skelfilegir og hættulegir staðir þar sem fólk gat dáið. Núna eru jöklar eitthvað sem þarf að varðveita og halda í.“ Leikstjórinn Ragnar Hansson vann með prófessorunum að gerð myndarinnar og þá kemur Jón Gnarr við sögu en hann ljær fjallinu rödd sína. Dominic segir að þau hafi viljað gera fjallið að persónu í myndinni og þar með heiðra þá hefð Íslendinga að persónugera náttúruna. „Fjöll horfa líka á hlutina í miklu lengra samhengi, þetta fjall er búið að vera þarna í óratíma og hefur séð jökulinn koma og fara. Í myndinni er Ok áhugaverð persóna sem finnst það aðeins hafa verið vanrækt af mannfólkinu, það er ekki jafn þekkt og fjöllin og jöklarnir í nágrenninu.“ Cymene segir það líka áhugavert hversu fáir sem þau ræddu við hafi komið á fjallið. „Jafnvel fólk sem býr í næsta nágrenni við Ok hefur aldrei komið á fjallið. Sem mannfræðingar vinnum við augljóslega mikið með fólk en með því að persónugera Ok vildum við ekki gera það að manneskju. Við vildum koma á samtali fjallsins og fólksins.“ Dominic segir hlutverk Jóns Gnarr mikilvægt. „Hann er fyndinn og kemur með húmor í myndina sem skiptir miklu máli. Við vildum ekki gera jöklamynd eins og þær sem eru með stórfenglegum og dramatískum atriðum þar sem ísinn hrynur. Okkur finnst erfitt að tengja við slíkt, þær minna meira á heimsendamyndir.“ Að sögn Dominic var það mjög mikilvægt í þeirra huga að hafa frumsýninguna í Reykjavík svo allir þeir sem tóku þátt í gerð hennar gætu komið. „Við munum svo reyna að koma henni að á kvikmyndahátíðum. Vonandi verður hún sýnd oftar á þessu og næsta ári. En þótt þetta verði eina sýningin verðum við samt ánægð. Það yrði þess virði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við heyrðum söguna af Oki, þessum litla jökli sem hafði minnkað svo mikið að hann taldist ekki lengur jökull. Þetta var eitthvað í fréttum á Íslandi en fékk enga athygli utan landsins. Við gerðum þessa mynd þar sem okkur langaði að segja þessa sögu,“ segir Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston í Bandaríkjunum. Hann hefur ásamt kollega sínum, Cymere Howe, gert heimildarmynd um Ok sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Titill myndarinnar er Not Ok og vísar bæði í heiti fjallsins sem taldist jökull til ársins 2014 en er líka leikur að orðum um að hlýnun jarðar og afleiðingar hennar séu ekki í lagi. Þau Dominic og Cymere hafa komið reglulega til landsins undanfarin ár. Fyrst komu þau vegna tengsla sinna við Jón Gnarr og Besta flokkinn en fengu svo áhuga á íslenskri náttúru og hvernig hún væri að breytast vegna hlýnunar jarðar. „Við reynum að beina athyglinni að afleiðingum þessa atburðar sem virkar kannski ómerkilegur í stóra samhenginu en er samt svo lýsandi fyrir það mikilvæga viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru,“ segir Cymene. Hún segir myndina einnig fjalla um það hvernig viðhorf Íslendinga til jökla hafi breyst. „Áður fyrr voru jöklar taldir skelfilegir og hættulegir staðir þar sem fólk gat dáið. Núna eru jöklar eitthvað sem þarf að varðveita og halda í.“ Leikstjórinn Ragnar Hansson vann með prófessorunum að gerð myndarinnar og þá kemur Jón Gnarr við sögu en hann ljær fjallinu rödd sína. Dominic segir að þau hafi viljað gera fjallið að persónu í myndinni og þar með heiðra þá hefð Íslendinga að persónugera náttúruna. „Fjöll horfa líka á hlutina í miklu lengra samhengi, þetta fjall er búið að vera þarna í óratíma og hefur séð jökulinn koma og fara. Í myndinni er Ok áhugaverð persóna sem finnst það aðeins hafa verið vanrækt af mannfólkinu, það er ekki jafn þekkt og fjöllin og jöklarnir í nágrenninu.“ Cymene segir það líka áhugavert hversu fáir sem þau ræddu við hafi komið á fjallið. „Jafnvel fólk sem býr í næsta nágrenni við Ok hefur aldrei komið á fjallið. Sem mannfræðingar vinnum við augljóslega mikið með fólk en með því að persónugera Ok vildum við ekki gera það að manneskju. Við vildum koma á samtali fjallsins og fólksins.“ Dominic segir hlutverk Jóns Gnarr mikilvægt. „Hann er fyndinn og kemur með húmor í myndina sem skiptir miklu máli. Við vildum ekki gera jöklamynd eins og þær sem eru með stórfenglegum og dramatískum atriðum þar sem ísinn hrynur. Okkur finnst erfitt að tengja við slíkt, þær minna meira á heimsendamyndir.“ Að sögn Dominic var það mjög mikilvægt í þeirra huga að hafa frumsýninguna í Reykjavík svo allir þeir sem tóku þátt í gerð hennar gætu komið. „Við munum svo reyna að koma henni að á kvikmyndahátíðum. Vonandi verður hún sýnd oftar á þessu og næsta ári. En þótt þetta verði eina sýningin verðum við samt ánægð. Það yrði þess virði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira