Minnst 30 látnir í Genúa Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og talið er að tugir séu látnir. Vísir/EPA Uppfært 15:00 Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. Einhverjir eru slasaðir og þar af minnst tveir alvarlega. Ein eldri kona slasaðist þegar eldur kom upp á heimili hennar, sem var undir brúnni. Annar varð undir braki þegar brúin hrundi á heimili hans. Ríkisstjóri Liguria, héraðsins sem Genúa er í, segist búast við því að tala látinna muni hækka verulega. Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og er búið að finna nokkra bíla sem krömdust undir braki úr brúnni og er látið fólk þar inni. Þar að auki er óttast að fólk sitji fast í brakinu. Þá féllu einhverjir bílar í á sem brúin þveraði. Fjórar akreinar voru á brúnni sem hrundi úr mikilli hæð samkvæmt ANSA. Yfirmenn sjúkraflutninga sögðu Reuters að ljóst væri að margir væru dánir.Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Vitni sagði ANSA að eldingu hefði lostið í brúna áður en hún hrundi. Um 80 metra langur kafli hrundi úr um 50 metra hæð.Berlingske hefur eftir blaðamanni í Genúa að ástandið í borginni líkist dómsdegi.Flutningabíll á brún brúarinnar.Slökkvilið Genúa #Genova #14ago 15.30, più di 200 #vigilidelfuoco al lavoro per il crollo del viadotto Morandi sulla #A10 pic.twitter.com/0fqa5YXyIE— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 #14agosto #Genova #crollo #PonteMorandi Polcevera Morandi @VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas @112_ITALIA pic.twitter.com/SHJpMngAqD— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #14agosto il video del crollo di #PonteMorandi a #Genova Polcevera Morandi@VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas pic.twitter.com/9viaWCfAcu— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #Genova #14ago 14:30, prosegue l'intervento di soccorso, 200 #vigilidelfuoco impegnati nelle operazioni pic.twitter.com/cOKLlRAnSK— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Uppfært 15:00 Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. Einhverjir eru slasaðir og þar af minnst tveir alvarlega. Ein eldri kona slasaðist þegar eldur kom upp á heimili hennar, sem var undir brúnni. Annar varð undir braki þegar brúin hrundi á heimili hans. Ríkisstjóri Liguria, héraðsins sem Genúa er í, segist búast við því að tala látinna muni hækka verulega. Björgunaraðilar segja fjölda bíla hafa verið á brúnni og er búið að finna nokkra bíla sem krömdust undir braki úr brúnni og er látið fólk þar inni. Þar að auki er óttast að fólk sitji fast í brakinu. Þá féllu einhverjir bílar í á sem brúin þveraði. Fjórar akreinar voru á brúnni sem hrundi úr mikilli hæð samkvæmt ANSA. Yfirmenn sjúkraflutninga sögðu Reuters að ljóst væri að margir væru dánir.Brúin sem um ræðir var byggð á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar voru gerðar endurbætur á henni árið 2016. Þá stóð yfir vinna við að styrkja brúna þegar hún hrundi. Brúin hrundi á hús, vegi og lestarteina. Vitni sagði ANSA að eldingu hefði lostið í brúna áður en hún hrundi. Um 80 metra langur kafli hrundi úr um 50 metra hæð.Berlingske hefur eftir blaðamanni í Genúa að ástandið í borginni líkist dómsdegi.Flutningabíll á brún brúarinnar.Slökkvilið Genúa #Genova #14ago 15.30, più di 200 #vigilidelfuoco al lavoro per il crollo del viadotto Morandi sulla #A10 pic.twitter.com/0fqa5YXyIE— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018 #14agosto #Genova #crollo #PonteMorandi Polcevera Morandi @VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas @112_ITALIA pic.twitter.com/SHJpMngAqD— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #14agosto il video del crollo di #PonteMorandi a #Genova Polcevera Morandi@VAIstradeanas @DPCgov @emergenzavvf @Viminale @ComunediGenova @StradeAnas pic.twitter.com/9viaWCfAcu— Polizia di Stato (@poliziadistato) August 14, 2018 #Genova #14ago 14:30, prosegue l'intervento di soccorso, 200 #vigilidelfuoco impegnati nelle operazioni pic.twitter.com/cOKLlRAnSK— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira