Hafa þungar áhyggjur af nautkálfum sem ganga lausir á Vatnsleysuströnd Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 21:45 Virgill Scheving Einarsson Vísir/GVA Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“ Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“
Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira