Gengishrun í Tyrklandi veldur áhyggjum á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2018 20:23 Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig. Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig.
Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent