Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 16:45 Rapparinn Birnir kemur fram á Secret Solstice hátíðinni. Glöggir taka eftir rapparanum Herra Hnetusmjör í bakgrunn stoltan á svip með símann á lofti að fylgjast með félaga sínum. Aníta Eldjárn Rapparinn Birnir tilkynnti á Instagram síðu sinni í dag að hans fyrsta plata muni koma út þann 20. ágúst. Platan ber heitið Matador og er gefin út af Les Fréres Stefsson. Arnar Ingi Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, útsetti plötuna í heild sinni. Þá er Marteinn Hjartarson, einnig þekktur sem Bangerboy, höfundur þriggja takta á plötunni. Birnir steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2017 með laginu Sama tíma. Síðan þá hefur hann gefið út lögin: Ekki switcha, Já ég veit og Út í geim, ásamt því að hafa ítrekað komið fram á lögum kollega sinna í íslensku rapp-senunni. Birnir hefur vakið mikla athygli íslenskra rappaðdáenda fyrir frumlegan framburð, ljóðrænan stíl og gott vald á íslenskri tungu. Hægt og rólega hefur hann stimplað sig inn sem einn fremsta og færasta rappara landsins. Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár að sögn Birnis og er óhætt að segja að íslenski rappheimurinn bíður með mikilli eftirvæntingu eftir þessari frumraun kappans. Plötuumslagið gerði Rögnvaldur Skúli Árnason og má sjá það á Instagram færslu Birnis hér fyrir neðan. "MATADOR" 20/08/18 A post shared by Birnir Sigurðarson (@brnir) on Aug 11, 2018 at 5:22am PDT Tónlist Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. 22. júlí 2018 15:09 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rapparinn Birnir tilkynnti á Instagram síðu sinni í dag að hans fyrsta plata muni koma út þann 20. ágúst. Platan ber heitið Matador og er gefin út af Les Fréres Stefsson. Arnar Ingi Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, útsetti plötuna í heild sinni. Þá er Marteinn Hjartarson, einnig þekktur sem Bangerboy, höfundur þriggja takta á plötunni. Birnir steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2017 með laginu Sama tíma. Síðan þá hefur hann gefið út lögin: Ekki switcha, Já ég veit og Út í geim, ásamt því að hafa ítrekað komið fram á lögum kollega sinna í íslensku rapp-senunni. Birnir hefur vakið mikla athygli íslenskra rappaðdáenda fyrir frumlegan framburð, ljóðrænan stíl og gott vald á íslenskri tungu. Hægt og rólega hefur hann stimplað sig inn sem einn fremsta og færasta rappara landsins. Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár að sögn Birnis og er óhætt að segja að íslenski rappheimurinn bíður með mikilli eftirvæntingu eftir þessari frumraun kappans. Plötuumslagið gerði Rögnvaldur Skúli Árnason og má sjá það á Instagram færslu Birnis hér fyrir neðan. "MATADOR" 20/08/18 A post shared by Birnir Sigurðarson (@brnir) on Aug 11, 2018 at 5:22am PDT
Tónlist Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. 22. júlí 2018 15:09 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30
Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. 22. júlí 2018 15:09