Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 10:15 Jemenar virða fyrir sér rútuna sem eyðilagðist. Um fjörutíu börn eru sögð hafa farist í árásinni. Vísir/EPA Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13