Vandamálið miklu stærra en áfengis-og kynlífsfíkn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 22:58 Melanie Brown opnar sig um erfiðleika. vísir/getty Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie. Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie.
Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30