Ferðamenn sorgmæddir vegna alls ruslsins á Suðurlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:36 Rachel McAfee þótti leiðinlegt að sjá allt þetta rusl við náttúruperlurnar á Suðurlandi. facebook Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira