Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Róhingi í Kutupalong-flóttamannabúðunum. Vísir/Getty Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent