Gerir mest grín að enskri tungu Benedikt Bóas skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Finnski uppistandarinn Ismo Leikola troðfyllti Tjarnarbíó tvisvar í fyrra og er nú mættur aftur. Vísir/Getty Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira