Páfinn tjáir sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:22 Mótmælendur í Dyflinni beindu spjótum sínum að páfanum. Vísir/EPA Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013. Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013.
Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17
Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19
Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54