Bolti í verðlaun til björgunarsveitarhunda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2018 19:00 Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við. Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við.
Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira