Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - lokadagur: Orkulaus og búinn að léttast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 11:56 Ævintýrinu er nú formlega lokið og Heiðar Logi kominn aftur til höfuðborgarinnar. Hann deilir með lesendum Vísis hvað hann lærði af fjögurra daga dvöl, einn með sjálfum sér, í Málmey. Vísir Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson dvaldi í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Nú er aftur á móti komið að lokum ævintýrisins og er Heiðar Logi kominn aftur í höfuðborgina. Lesendur Vísis geta horft á síðasta dag Heiðars á eyjunni í spilaranum hér að neðan og séð hvernig honum gekk. Heiðar Logi segir í samtali við Vísi að helsti lærdómurinn sem hann hafi dregið af dvöl sinni í Málmey einn með sjálfum sér sé mikilvægi viljastyrksins. Hugurinn taki mann nefnilega ansi langt. „Ef þetta hefði verið í bænum og ég hefði borðað svona lítið þá hefði ég verið að tjúllast. Ég vissi að ég væri ekkert að fara að borða mikið nema að ég myndi veiða mikið. Ég myndi bara borða það sem ég myndi veiða og hugarfarið var bara þannig og þá varð líkaminn líka þannig.“Orkulaus og búinn að léttast Þá segir Heiðar að jákvætt viðmót til lífsins vera lykilatriði í aðstæðum sem þessu. Jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.En var þetta ekkert erfitt? Hvernig líður þér?„Mér líður mjög vel en þetta var náttúrulega erfitt. Ég var orðin mjög orkulaus þarna í lokin og búinn að léttast“. Selirnir átu frá honum fiskinn Þegar Heiðar komst loks til höfuðborgarinnar fór hann rakleiðis á veitingastaðinn Gló enda virkilega svangur eftir allt erfiðið. Heiðar Logi reyndi að nýta allt sem hann fann í náttúrunni en það var þó ekki ýkja mikið. Hvar var allur fiskurinn?„Það var svo mikið af selum þarna og alltaf þegar ég fór út í sjó og kafaði eftir fisk og kom upp úr sjónum og kíkti þá var alltaf einhver selur að fylgjast með. Þetta er svona selasvæði. Dagana sem ég var þarna var ég að fylgjast með sjónum og þeir fara alltaf sama hringinn á korters fresti, eða á tuttugu mínútna fresti. Þá sér maður svona hóp af selum koma fram hjá. Ég tók líka eftir því að það er hellingur í náttúrunni sem maður getur nýtt sér sem maður hefur ekki verið að nýta sér og það er jafnvel skemmtilegt að staldra aðeins við og tína bláskel eða söl eða hvað sem er og matreiða.“ Kom á þyrlu en fór með bát Á fjórða degi Heiðars Loga í Málmey var hann búinn að læra betur inn á eyjuna og byrjaði daginn á að sjóða sér rabarbaragraut sem hann segir að hafi verið hinn ljúffengasti. Þá fékk hann sér þurrkaðan beltisþara í eftirrétt. Heiðar tók sér góðan tíma í að pakka niður öllu dótinu sínu og kom sér fljótlega niður að sjó þar sem hann sá glitta í lítinn bát. „Jéss! Þarna koma þeir að sækja mig,“ hrópaði Heiðar upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Feðgar sem reka Drangeyjarferjuna sóttu hann í Málmey og skein þakklætið úr augum Heiðars þegar hann kvaddi þá að lokinni bátsferð. Aðspurður hvað taki nú við svarar Heiðar Logi að hann vilji næst fara á bílnum sínum í kringum landið. Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson dvaldi í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Nú er aftur á móti komið að lokum ævintýrisins og er Heiðar Logi kominn aftur í höfuðborgina. Lesendur Vísis geta horft á síðasta dag Heiðars á eyjunni í spilaranum hér að neðan og séð hvernig honum gekk. Heiðar Logi segir í samtali við Vísi að helsti lærdómurinn sem hann hafi dregið af dvöl sinni í Málmey einn með sjálfum sér sé mikilvægi viljastyrksins. Hugurinn taki mann nefnilega ansi langt. „Ef þetta hefði verið í bænum og ég hefði borðað svona lítið þá hefði ég verið að tjúllast. Ég vissi að ég væri ekkert að fara að borða mikið nema að ég myndi veiða mikið. Ég myndi bara borða það sem ég myndi veiða og hugarfarið var bara þannig og þá varð líkaminn líka þannig.“Orkulaus og búinn að léttast Þá segir Heiðar að jákvætt viðmót til lífsins vera lykilatriði í aðstæðum sem þessu. Jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.En var þetta ekkert erfitt? Hvernig líður þér?„Mér líður mjög vel en þetta var náttúrulega erfitt. Ég var orðin mjög orkulaus þarna í lokin og búinn að léttast“. Selirnir átu frá honum fiskinn Þegar Heiðar komst loks til höfuðborgarinnar fór hann rakleiðis á veitingastaðinn Gló enda virkilega svangur eftir allt erfiðið. Heiðar Logi reyndi að nýta allt sem hann fann í náttúrunni en það var þó ekki ýkja mikið. Hvar var allur fiskurinn?„Það var svo mikið af selum þarna og alltaf þegar ég fór út í sjó og kafaði eftir fisk og kom upp úr sjónum og kíkti þá var alltaf einhver selur að fylgjast með. Þetta er svona selasvæði. Dagana sem ég var þarna var ég að fylgjast með sjónum og þeir fara alltaf sama hringinn á korters fresti, eða á tuttugu mínútna fresti. Þá sér maður svona hóp af selum koma fram hjá. Ég tók líka eftir því að það er hellingur í náttúrunni sem maður getur nýtt sér sem maður hefur ekki verið að nýta sér og það er jafnvel skemmtilegt að staldra aðeins við og tína bláskel eða söl eða hvað sem er og matreiða.“ Kom á þyrlu en fór með bát Á fjórða degi Heiðars Loga í Málmey var hann búinn að læra betur inn á eyjuna og byrjaði daginn á að sjóða sér rabarbaragraut sem hann segir að hafi verið hinn ljúffengasti. Þá fékk hann sér þurrkaðan beltisþara í eftirrétt. Heiðar tók sér góðan tíma í að pakka niður öllu dótinu sínu og kom sér fljótlega niður að sjó þar sem hann sá glitta í lítinn bát. „Jéss! Þarna koma þeir að sækja mig,“ hrópaði Heiðar upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Feðgar sem reka Drangeyjarferjuna sóttu hann í Málmey og skein þakklætið úr augum Heiðars þegar hann kvaddi þá að lokinni bátsferð. Aðspurður hvað taki nú við svarar Heiðar Logi að hann vilji næst fara á bílnum sínum í kringum landið.
Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30
Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“