Hreyfðir fletir Sigurðar Árna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 "Í málverkunum er þessi tvívíði flötur sem fer út í rúmið, en þrívíðu verkin, þar sem skuggar spila stórt hlutverk, leita inn á við,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson. Fréttablaðið/Auðunn Listasafn Akureyrar verður opnað á ný í dag, laugardaginn 25. ágúst, eftir viðamiklar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sex nýjar sýningar verða í sölum safnsins. Meðal þeirra sem þar sýna verk sín er Sigurður Árni Sigurðsson. Sýning hans nefnist Hreyfðir fletir og þar sýnir hann þrívíð álverk og málverk. „Verkin á sýningunni eru meira og minna ný. Þarna stilli ég upp málverkum og laserskornum álverkum. Milli þessara verka er ákveðin tenging og álverkin eru eins konar framlenging á málverkunum,“ segir Sigurður Árni. „Rými er sameiginlegt þema í verkunum. Í málverkunum er þessi tvívíði flötur sem fer út í rúmið, en þrívíðu verkin, þar sem skuggar spila stórt hlutverk, leita inn á við. Þetta eru nokkuð mörg verk í tveimur stórum sölum.“ Í þriðja salnum er sýnd heimildarmynd um listamanninn sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson byrjaði að vinna árið 1997. „Hann hefur fylgst með mér í gegnum árin og í myndinni opinberast heimurinn á bak við verk mín og þar má greina ákveðna þróun. En söguþráðurinn er þessi sýning og undirbúningur hennar.“Stórkostlegt rými Spurður um hin auknu salarkynni Listasafnsins segir Sigurður Árni: „Listasafnið býður upp á stórkostlegt rými. Aðalatriðið finnst mér vera að á efstu hæðinni eru salir sem eru viðbót við það sem við höfum áður haft hér á Íslandi. Þar er lofthæð allt upp í fimm metra, þar er hægt að setja verk sem maður sá ekki fyrir sér að hægt væri að setja upp hér á landi. Þegar ég flutti verk mín úr vinnustofunni í þessa stóru sýningarsali Listasafnsins þá virka þau minni. Þessir stóru salir kalla á alls konar hugmyndir, ég er strax farinn að sjá fyrir mér helmingi stærri verk og helmingi meira umfang. Í huganum er ég byrjaður að huga að næstu sýningu á Listasafninu á Akureyri.“ Sýnir í Tókýó og Frakklandi Sigurður Árni er fæddur á Akureyri og lærði í Frakklandi og bjó þar lengi. Hann býr í Reykjavík og er með stóra vinnustofu í Súðarvogi. „Það var ákveðið val að setjast að hér heima með mína vinnustofu frekar en úti í París. Ég hef haldið miklum tengslum við Frakkland, vinn með frönskum galleríum, hef verið gestakennari í frönskum listaháskólum og sýni þar reglulega í galleríum og á söfnum. Það er margt auðveldara á Íslandi en úti, eins og tengslanetið sem er svo þétt og virkt hér. Það er mjög flókið ferli í kringum álverkin sem ég er að gera og hér er miklu auðveldara að komast að iðnaðarmönnum og tæknimönnum, en úti.“ Sigurður Árni segist þegar farinn að huga að næstu sýningum. „Þrjár sýningar eru fram undan. Samsýning í Tókýó í september og í Frakklandi í nóvember. Síðan er ég að undirbúa sýningu sem verður í Hverfisgalleríi í maí á næsta ári. Á þeirri sýningu mun ég sýna seríu af teikningum sem nefnast „Leiðréttingar“. Þar tek ég að mér að leiðrétta gömul póstkort og ljósmyndir sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listasafn Akureyrar verður opnað á ný í dag, laugardaginn 25. ágúst, eftir viðamiklar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sex nýjar sýningar verða í sölum safnsins. Meðal þeirra sem þar sýna verk sín er Sigurður Árni Sigurðsson. Sýning hans nefnist Hreyfðir fletir og þar sýnir hann þrívíð álverk og málverk. „Verkin á sýningunni eru meira og minna ný. Þarna stilli ég upp málverkum og laserskornum álverkum. Milli þessara verka er ákveðin tenging og álverkin eru eins konar framlenging á málverkunum,“ segir Sigurður Árni. „Rými er sameiginlegt þema í verkunum. Í málverkunum er þessi tvívíði flötur sem fer út í rúmið, en þrívíðu verkin, þar sem skuggar spila stórt hlutverk, leita inn á við. Þetta eru nokkuð mörg verk í tveimur stórum sölum.“ Í þriðja salnum er sýnd heimildarmynd um listamanninn sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson byrjaði að vinna árið 1997. „Hann hefur fylgst með mér í gegnum árin og í myndinni opinberast heimurinn á bak við verk mín og þar má greina ákveðna þróun. En söguþráðurinn er þessi sýning og undirbúningur hennar.“Stórkostlegt rými Spurður um hin auknu salarkynni Listasafnsins segir Sigurður Árni: „Listasafnið býður upp á stórkostlegt rými. Aðalatriðið finnst mér vera að á efstu hæðinni eru salir sem eru viðbót við það sem við höfum áður haft hér á Íslandi. Þar er lofthæð allt upp í fimm metra, þar er hægt að setja verk sem maður sá ekki fyrir sér að hægt væri að setja upp hér á landi. Þegar ég flutti verk mín úr vinnustofunni í þessa stóru sýningarsali Listasafnsins þá virka þau minni. Þessir stóru salir kalla á alls konar hugmyndir, ég er strax farinn að sjá fyrir mér helmingi stærri verk og helmingi meira umfang. Í huganum er ég byrjaður að huga að næstu sýningu á Listasafninu á Akureyri.“ Sýnir í Tókýó og Frakklandi Sigurður Árni er fæddur á Akureyri og lærði í Frakklandi og bjó þar lengi. Hann býr í Reykjavík og er með stóra vinnustofu í Súðarvogi. „Það var ákveðið val að setjast að hér heima með mína vinnustofu frekar en úti í París. Ég hef haldið miklum tengslum við Frakkland, vinn með frönskum galleríum, hef verið gestakennari í frönskum listaháskólum og sýni þar reglulega í galleríum og á söfnum. Það er margt auðveldara á Íslandi en úti, eins og tengslanetið sem er svo þétt og virkt hér. Það er mjög flókið ferli í kringum álverkin sem ég er að gera og hér er miklu auðveldara að komast að iðnaðarmönnum og tæknimönnum, en úti.“ Sigurður Árni segist þegar farinn að huga að næstu sýningum. „Þrjár sýningar eru fram undan. Samsýning í Tókýó í september og í Frakklandi í nóvember. Síðan er ég að undirbúa sýningu sem verður í Hverfisgalleríi í maí á næsta ári. Á þeirri sýningu mun ég sýna seríu af teikningum sem nefnast „Leiðréttingar“. Þar tek ég að mér að leiðrétta gömul póstkort og ljósmyndir sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira