Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2018 11:16 Peter Dutton gæti orðið næsti forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30