Týndu börnin í verra ástandi en áður Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira