Hver er ábyrgð okkar í loftslagsmálum? Ásbjörn Björgvinsson skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar