Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar 11. nóvember 2024 10:47 Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins. Í gegnum starf mitt hef ég verið svo heppinn að geta átt samtal við um 12.000 börn og ungmenni, 700 kennara og 1.600 foreldra síðastliðið ár í 80 mismunandi skólum um allt land. Ég tel það mína ábyrgð að stíga inn í þessa umræðu því mín upplifun er síður en svo að það sé allt að fara til fjandans. Lítum á þann árangur sem við höfum náð: Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þessi árangur er í boði: Forvarnafræðslu mismunandi aðila sem alltof margir eru fjármagnaðir tímabundið eða án fyrirsjánleika. Kennara um allt land sem vinna sitt starf sannarlega af hugsjón og metnaði. Foreldra sem sýna ábyrgð í verki og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Barna og ungmenna sem við dæmum oft út frá neikvæðum gögnum án þess að tala við þau sjálf. Á ferð minni um landið hef ég fundið fyrir sterku ákalli frá þessum hópum um aukinn stuðning til þess að takast á við nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í nútíma samfélagi. Til þess að skilja þarfir þessara hópa þurfum að vera tilbúin til að hlusta, setja okkur í þeirra fótspor og aðlaga lausnir að mismunandi þörfum mismunandi hópa. Höldum áfram að vinna að farsæld barna, þar sem útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Höldum áfram að tryggja aðgengi að menntun fyrir öll börn. Brúum bilið og höldum áfram að styðja við þátttöku fatlaðra barna. Leggjum áherslu á forvarnir, gagnrýna hugsun, stafræna borgaravitund, miðlalæsi og kynjafræði. Klöppum okkur á bakið fyrir þann árangur sem við höfum náð og höldum áfram þeirri mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið á kjörtímabilinu í að efla og styðja við menntun. Í allri vinnu með börn og ungmenni er mikilvægt að horfa til framtíðar og það gerum við ekki með skyndilausnum. Stórar og nauðsynlegar breytingar geta tekið á, þær geta tekið tíma í framkvæmd og það getur tekið tíma að sjá ávinninginn af þeim. Í menntastefnu til ársins 2030 og í endurskoðun á aðalnámskrá sjáum við að horft er til framtíðar. Höldum áfram þessari vinnu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og þeirri hugsjón sem hann hefur verið óhræddur við að hrinda í framkvæmd. Styðjum við kennara og annað starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs sem eru fyrirmyndir barnanna okkar! Valdeflum foreldra og höfum trú á næstu kynslóð! Höfundur er sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins. Í gegnum starf mitt hef ég verið svo heppinn að geta átt samtal við um 12.000 börn og ungmenni, 700 kennara og 1.600 foreldra síðastliðið ár í 80 mismunandi skólum um allt land. Ég tel það mína ábyrgð að stíga inn í þessa umræðu því mín upplifun er síður en svo að það sé allt að fara til fjandans. Lítum á þann árangur sem við höfum náð: Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þessi árangur er í boði: Forvarnafræðslu mismunandi aðila sem alltof margir eru fjármagnaðir tímabundið eða án fyrirsjánleika. Kennara um allt land sem vinna sitt starf sannarlega af hugsjón og metnaði. Foreldra sem sýna ábyrgð í verki og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Barna og ungmenna sem við dæmum oft út frá neikvæðum gögnum án þess að tala við þau sjálf. Á ferð minni um landið hef ég fundið fyrir sterku ákalli frá þessum hópum um aukinn stuðning til þess að takast á við nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í nútíma samfélagi. Til þess að skilja þarfir þessara hópa þurfum að vera tilbúin til að hlusta, setja okkur í þeirra fótspor og aðlaga lausnir að mismunandi þörfum mismunandi hópa. Höldum áfram að vinna að farsæld barna, þar sem útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Höldum áfram að tryggja aðgengi að menntun fyrir öll börn. Brúum bilið og höldum áfram að styðja við þátttöku fatlaðra barna. Leggjum áherslu á forvarnir, gagnrýna hugsun, stafræna borgaravitund, miðlalæsi og kynjafræði. Klöppum okkur á bakið fyrir þann árangur sem við höfum náð og höldum áfram þeirri mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið á kjörtímabilinu í að efla og styðja við menntun. Í allri vinnu með börn og ungmenni er mikilvægt að horfa til framtíðar og það gerum við ekki með skyndilausnum. Stórar og nauðsynlegar breytingar geta tekið á, þær geta tekið tíma í framkvæmd og það getur tekið tíma að sjá ávinninginn af þeim. Í menntastefnu til ársins 2030 og í endurskoðun á aðalnámskrá sjáum við að horft er til framtíðar. Höldum áfram þessari vinnu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og þeirri hugsjón sem hann hefur verið óhræddur við að hrinda í framkvæmd. Styðjum við kennara og annað starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs sem eru fyrirmyndir barnanna okkar! Valdeflum foreldra og höfum trú á næstu kynslóð! Höfundur er sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun