Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sundabraut Borgarlína Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun