Ólafur Darri slær í gegn í Hollywood Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2018 20:38 Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur í nógu að snúast þessa dagana og er hann jafnan með annan fótinn úti í heimi vegna ýmissa kvikmynda. Síðasta verkefni hans er Netflix myndin Murder Mystery sem nú er verið að klippa. Í Murder Mystery leikur Ólafur á móti bandarísku stórleikurunum Adam Sandler og Jennifer Aniston. Sindri Sindrason hitti Ólaf á dögunum í Kringlubíó og ræddi við hannStjörnustjarfur vegna Aniston Ólafur lýsti því í samtali við Sindra að stemmingin í leikhópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt“ sagði Ólafur áður en hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af mótleikkonu sinni, Jennifer Aniston. „Ég hef hitt hana einu sinni áður með konunni minni, í New York fyrir 10 árum síðan“ Ólafur segist hafa verið með sólgleraugu þegar þau hjónin voru kynnt fyrir Aniston, hópurinn hafi talað saman en lítið heyrðist í Ólafi sem fékk seinna að vita að bakvið sólgleraugun hafi hann verið með stjörnuglýju í augunum yfir Aniston. Ólafur segir að hið sama hafi þó ekki verið upp á teningunum þegar hann hitti hana við tökur á myndinni.Getur ekki látið peninga eða frægð ráða för „Draumurinn er ekki finnst mér að vinna endilega í útlöndum, draumurinn er að vinna að skemmtilegum og góðum verkefnum.“ Ólafur segir frábært að fá tækifæri í útlöndum en jafnframt geti maður ekki bara látið peninga eða frægð ráða för. Aðspurður hvort fjölskyldan leiti eftir því að flytjast erlendis segir Ólafur svo ekki vera. Þau hjónin sem bæði ólust upp í Breiðholtinu kunni vel við úthverfalífið og finnst yndislegt að búa í rigningunni og rokinu á Íslandi.Stoltur af börnunum og karakter úr Börnum Í lífinu segist Ólafur vera stoltastur af börnum sínum en hann á tvær dætur með eiginkonu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur „Í vinnunni ætli ég sé ekki stoltastur af því hvað ég hef átt í mörgum djúpum samböndum í vinnunni, ég get nefnt Gísla Örn [Garðarsson] og Baltasar[Kormák] það er einhvern veginn dýrmætt að hitta gott fólk og vinna með því.“ Ólafur segist stoltastur af karakternum sínum úr kvikmyndinni Börnum eftir Ragnar Bragason, Andra úr ófærð, Djúpinu og fyrsta aðalhlutverkinu sínu, Bödda úr Roklandi, þó hann sé óþolandi týpa.“ Ólafur nefnir nokkrar af sínum fyrirmyndum og telur fyrstan upp Ingvar E. Sigurðsson. Ég er mjög hrifinn af Christian Bale og stundum Daniel Day Lewis, það væri forvitnilegt að fá að vinna með Daniel Day Lewis. En hver er sérstaða Ólafs Darra að hans eigin mati? „Hin augljósa, ég er mjög stór og með þykka bassarödd, svo þarf maður að bæta ofan á sérstöðuna, maður þarf að leggja hart að sér“Væri letihaugur ef hann væri ekki leikari Spurður um drauminn eftir tíu ár segir Ólafur að hann sé að geta lifað sæmilega af listinni og að geta unnið í verkefnum sem veita manni ánægju. Hann segist vona að eftir 10 ár verði hann enn þá jafn spenntur fyrir því sem hann gerir. Lykilinn að því telur hann að velja verkefni ekki bara út frá peningum eða frægð. Aðspurður hvað hann væri að gera ef hann væri ekki leikari segir Ólafur að líklega væri hann letihaugur, „er það starf?“ segir Ólafur og hlær. Að lokum er Ólafur inntur eftir því hvað sé næst á döfinni. Ólafur segir næst sé hann á leið til Bandaríkjanna að leika í þáttaseríu sem ber heitið NOS4A2 og er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Joe Hill, sú sería verður gerð af AMC. Ólafur gefur lítið upp en hann mun leika hlutverk karakters að nafni Bing Partridge. Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur í nógu að snúast þessa dagana og er hann jafnan með annan fótinn úti í heimi vegna ýmissa kvikmynda. Síðasta verkefni hans er Netflix myndin Murder Mystery sem nú er verið að klippa. Í Murder Mystery leikur Ólafur á móti bandarísku stórleikurunum Adam Sandler og Jennifer Aniston. Sindri Sindrason hitti Ólaf á dögunum í Kringlubíó og ræddi við hannStjörnustjarfur vegna Aniston Ólafur lýsti því í samtali við Sindra að stemmingin í leikhópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt“ sagði Ólafur áður en hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af mótleikkonu sinni, Jennifer Aniston. „Ég hef hitt hana einu sinni áður með konunni minni, í New York fyrir 10 árum síðan“ Ólafur segist hafa verið með sólgleraugu þegar þau hjónin voru kynnt fyrir Aniston, hópurinn hafi talað saman en lítið heyrðist í Ólafi sem fékk seinna að vita að bakvið sólgleraugun hafi hann verið með stjörnuglýju í augunum yfir Aniston. Ólafur segir að hið sama hafi þó ekki verið upp á teningunum þegar hann hitti hana við tökur á myndinni.Getur ekki látið peninga eða frægð ráða för „Draumurinn er ekki finnst mér að vinna endilega í útlöndum, draumurinn er að vinna að skemmtilegum og góðum verkefnum.“ Ólafur segir frábært að fá tækifæri í útlöndum en jafnframt geti maður ekki bara látið peninga eða frægð ráða för. Aðspurður hvort fjölskyldan leiti eftir því að flytjast erlendis segir Ólafur svo ekki vera. Þau hjónin sem bæði ólust upp í Breiðholtinu kunni vel við úthverfalífið og finnst yndislegt að búa í rigningunni og rokinu á Íslandi.Stoltur af börnunum og karakter úr Börnum Í lífinu segist Ólafur vera stoltastur af börnum sínum en hann á tvær dætur með eiginkonu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur „Í vinnunni ætli ég sé ekki stoltastur af því hvað ég hef átt í mörgum djúpum samböndum í vinnunni, ég get nefnt Gísla Örn [Garðarsson] og Baltasar[Kormák] það er einhvern veginn dýrmætt að hitta gott fólk og vinna með því.“ Ólafur segist stoltastur af karakternum sínum úr kvikmyndinni Börnum eftir Ragnar Bragason, Andra úr ófærð, Djúpinu og fyrsta aðalhlutverkinu sínu, Bödda úr Roklandi, þó hann sé óþolandi týpa.“ Ólafur nefnir nokkrar af sínum fyrirmyndum og telur fyrstan upp Ingvar E. Sigurðsson. Ég er mjög hrifinn af Christian Bale og stundum Daniel Day Lewis, það væri forvitnilegt að fá að vinna með Daniel Day Lewis. En hver er sérstaða Ólafs Darra að hans eigin mati? „Hin augljósa, ég er mjög stór og með þykka bassarödd, svo þarf maður að bæta ofan á sérstöðuna, maður þarf að leggja hart að sér“Væri letihaugur ef hann væri ekki leikari Spurður um drauminn eftir tíu ár segir Ólafur að hann sé að geta lifað sæmilega af listinni og að geta unnið í verkefnum sem veita manni ánægju. Hann segist vona að eftir 10 ár verði hann enn þá jafn spenntur fyrir því sem hann gerir. Lykilinn að því telur hann að velja verkefni ekki bara út frá peningum eða frægð. Aðspurður hvað hann væri að gera ef hann væri ekki leikari segir Ólafur að líklega væri hann letihaugur, „er það starf?“ segir Ólafur og hlær. Að lokum er Ólafur inntur eftir því hvað sé næst á döfinni. Ólafur segir næst sé hann á leið til Bandaríkjanna að leika í þáttaseríu sem ber heitið NOS4A2 og er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Joe Hill, sú sería verður gerð af AMC. Ólafur gefur lítið upp en hann mun leika hlutverk karakters að nafni Bing Partridge.
Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira