Hægt að öðlast gráðu í tölvuleikjagerð á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn. Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn.
Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira