Ekki liggur fyrir hvenær Spölur hættir gjaldtöku í göngin Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 12:55 Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli. Hvalfjarðargöng Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira