Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 11:07 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga. Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga.
Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38