Undirbúa hópmálsókn vegna hækkunar á fasteignagjöldum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Hvergi á landinu eru jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fréttablaðið/hag Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira