Níu milljarða afgangur af rekstri borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2018 14:20 Fulltrúar í nýjum meirihluta Reykjavíkurborgar að loknum kosningum í maí. Vísir/Vilhelm Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstur A hluta er jákvæður um tæplega fjóra milljarða. Borgarstjóri segir niðurstöðuna til marks um sterkan resktur borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar var jákvæð um 3.7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.8 milljarða á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega tveimur milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar, sem var 2.113 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.564 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.528 mkr eða 2.036 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 9.146 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 9.261 mkr.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að um sé að ræða mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og fjárfestingar hennar mjög miklar, hvort sem er í stóru eða smáu. „Við erum að bjóða upp á ókeypis námsgögn í fyrsta sinn, höfum aldrei malbikað eins mikið og núna og erum að byggja skóla og íþróttamannvirki víða í borginni. Um leið og við erum sækja fram á öllum sviðum, þá erum við að skila þessari sterku rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins,” segir Dagur. Helstu frávik frá áætlun samstæðu megi rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,8 milljarða króna sem er tæplega þremur milljörðum króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 597.871 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 302 milljarðar króna. Skuldir Orkuveitunnar vega þar þyngst. Eigið fé hafi verið 296 milljarða rkóna en þar af hlutdeild meðeigenda 16 milljarðar króna. „Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,6% en var 49,0% um síðustu áramót.“Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstur A hluta er jákvæður um tæplega fjóra milljarða. Borgarstjóri segir niðurstöðuna til marks um sterkan resktur borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar var jákvæð um 3.7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.8 milljarða á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega tveimur milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar, sem var 2.113 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.564 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.528 mkr eða 2.036 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 9.146 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 9.261 mkr.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að um sé að ræða mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og fjárfestingar hennar mjög miklar, hvort sem er í stóru eða smáu. „Við erum að bjóða upp á ókeypis námsgögn í fyrsta sinn, höfum aldrei malbikað eins mikið og núna og erum að byggja skóla og íþróttamannvirki víða í borginni. Um leið og við erum sækja fram á öllum sviðum, þá erum við að skila þessari sterku rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins,” segir Dagur. Helstu frávik frá áætlun samstæðu megi rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,8 milljarða króna sem er tæplega þremur milljörðum króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 597.871 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 302 milljarðar króna. Skuldir Orkuveitunnar vega þar þyngst. Eigið fé hafi verið 296 milljarða rkóna en þar af hlutdeild meðeigenda 16 milljarðar króna. „Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,6% en var 49,0% um síðustu áramót.“Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira