Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt í eitt húsbilið til að stela tölvum úr gagnaveri. Fréttablaðið/Ernir Þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember síðastliðins var enginn lögreglumaður á vakt í bænum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu lögreglumenn líklegt að þjófarnir hefðu sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að á ákveðnum tímapunkti um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Hátt settur lögreglumaður sem kom að rannsókn stóru gagnaversránanna segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé hægt að útiloka þetta, svo skipulögð og umfangsmikil hafi þjófnaðarmálin verið. „Þegar lögreglumenn eru á bakvakt eru þeir bara heima í rúmi og svara ekki nema þeir séu ræstir út. Þetta er það sem við myndum vilja sjá breytingu á en það er ekki fjármagn í þetta,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. Sýnileiki lögreglu í umdæminu sé því aðeins hluta úr sólarhring.Sjá einnig: Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leið aðeins um hálftími frá því að vakt lögreglumanna í Borgarnesi lauk, klukkan tvö þessa umræddu nótt, þar til þjófarnir létu til skarar skríða, brutust inn og tóku tölvubúnaðinn. Um það hafi verið rætt meðal lögreglumanna þá að það gæti varla hafa verið tilviljun. Óvíst er auðvitað hversu miklu viðvera eða sýnileiki lögreglu á vakt hefði breytt í þessu tiltekna máli. En það er þó birtingarmynd þess vanda sem lögreglumenn hafa bent á lengi. Að ekki sé hægt að manna stöður sem skyldi sökum fjársveltis. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í vikunni hafa sjö manns verið ákærðir í þessu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi þar sem 600 öflugum Bitcoin-leitarvélum var stolið úr þremur gagnaverum, í Borgarbyggð og á Reykjanesi. Verðmæti vélanna hleypur á hundruðum milljóna. Þær hafa ekki enn fundist.Lögreglumenn þurfa að reiða sig á lukkuna á hverri vakt „Ég er með einn lögreglumann á útkallsvakt í Borgarnesi frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 14 á daginn. Tvo á Akranesi. Þetta er allur burðurinn frá 7–14. Það er bara tilkomið vegna þess að það er ekki til fjármagn til að halda úti að lágmarki tveimur mönnum,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, um stöðu löggæslumála í umdæminu. „Kannski er það lukkan sem hjálpar til, að það séu ekki mörg útköll á sama tíma hjá embættunum. Ef það koma tvö útköll á sama tíma, þá erum við í vandræðum.“Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Úlfar kveðst ekki geta tjáð sig sérstaklega um gagnaversmálið en staðfestir að í Borgarnesi sé ekki næturvakt nema að hluta. Byrjað hafi verið með sólarhringsvaktir þar í janúar 2015 en í dag sé bakvaktarfyrirkomulag þar en sólarhringsvakt á Akranesi. Sýnileiki lögreglunnar á suðursvæði umdæmisins sé því ekki nema hluta úr sólarhring. Úlfar segir sömu sögu að segja hjá kollegum sínum. Mönnun sé vandamál hringinn í kringum landið, „Skilaboð lögreglustjóra til stjórnvalda, ríkisstjórnar, er að huga að öryggisstiginu. Í okkar huga er ekki flókið að komast að niðurstöðu um hversu margir lögreglumenn eigi að vera í útkallsliði lögreglu á hverjum stað. Vandamál lögreglunnar í dag er fyrst og fremst útkallslið lögreglu. Þeir sem sinna þurfa neyðarútköllum. Það er samfélagsleg krafa að hún sé alltaf í lagi. Ef krafan á flestum þéttbýlisstöðum á að vera að lögreglan sé komin á staðinn innan ákveðins tíma þá er þetta mjög brothætt. Ástandið myndi ég segja skelfilegt á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Því miður.“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vakti hörð viðbrögð meðal lögreglumanna þegar hún lýsti því yfir í fréttum Stöðvar 2 að lögreglan hefði nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi og að raunar hefði aldrei verið sett meira fé í löggæsluna en nú. Lögreglustjórar og lögreglufólk hefur verið á öndverðum meiði við ráðherrann. Sigríður vildi meina að fjármagnið væri til staðar og aðeins þyrfti að koma til forgangsröðunar hjá lögreglustjórunum. „Það er ekkert verið að bruðla innan lögreglunnar. Þetta er dýr rekstur og ófyrirséður. Það kostar að hafa hlutina í lagi,“ segir Úlfar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember síðastliðins var enginn lögreglumaður á vakt í bænum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu lögreglumenn líklegt að þjófarnir hefðu sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að á ákveðnum tímapunkti um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Hátt settur lögreglumaður sem kom að rannsókn stóru gagnaversránanna segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé hægt að útiloka þetta, svo skipulögð og umfangsmikil hafi þjófnaðarmálin verið. „Þegar lögreglumenn eru á bakvakt eru þeir bara heima í rúmi og svara ekki nema þeir séu ræstir út. Þetta er það sem við myndum vilja sjá breytingu á en það er ekki fjármagn í þetta,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. Sýnileiki lögreglu í umdæminu sé því aðeins hluta úr sólarhring.Sjá einnig: Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leið aðeins um hálftími frá því að vakt lögreglumanna í Borgarnesi lauk, klukkan tvö þessa umræddu nótt, þar til þjófarnir létu til skarar skríða, brutust inn og tóku tölvubúnaðinn. Um það hafi verið rætt meðal lögreglumanna þá að það gæti varla hafa verið tilviljun. Óvíst er auðvitað hversu miklu viðvera eða sýnileiki lögreglu á vakt hefði breytt í þessu tiltekna máli. En það er þó birtingarmynd þess vanda sem lögreglumenn hafa bent á lengi. Að ekki sé hægt að manna stöður sem skyldi sökum fjársveltis. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í vikunni hafa sjö manns verið ákærðir í þessu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi þar sem 600 öflugum Bitcoin-leitarvélum var stolið úr þremur gagnaverum, í Borgarbyggð og á Reykjanesi. Verðmæti vélanna hleypur á hundruðum milljóna. Þær hafa ekki enn fundist.Lögreglumenn þurfa að reiða sig á lukkuna á hverri vakt „Ég er með einn lögreglumann á útkallsvakt í Borgarnesi frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 14 á daginn. Tvo á Akranesi. Þetta er allur burðurinn frá 7–14. Það er bara tilkomið vegna þess að það er ekki til fjármagn til að halda úti að lágmarki tveimur mönnum,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, um stöðu löggæslumála í umdæminu. „Kannski er það lukkan sem hjálpar til, að það séu ekki mörg útköll á sama tíma hjá embættunum. Ef það koma tvö útköll á sama tíma, þá erum við í vandræðum.“Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Úlfar kveðst ekki geta tjáð sig sérstaklega um gagnaversmálið en staðfestir að í Borgarnesi sé ekki næturvakt nema að hluta. Byrjað hafi verið með sólarhringsvaktir þar í janúar 2015 en í dag sé bakvaktarfyrirkomulag þar en sólarhringsvakt á Akranesi. Sýnileiki lögreglunnar á suðursvæði umdæmisins sé því ekki nema hluta úr sólarhring. Úlfar segir sömu sögu að segja hjá kollegum sínum. Mönnun sé vandamál hringinn í kringum landið, „Skilaboð lögreglustjóra til stjórnvalda, ríkisstjórnar, er að huga að öryggisstiginu. Í okkar huga er ekki flókið að komast að niðurstöðu um hversu margir lögreglumenn eigi að vera í útkallsliði lögreglu á hverjum stað. Vandamál lögreglunnar í dag er fyrst og fremst útkallslið lögreglu. Þeir sem sinna þurfa neyðarútköllum. Það er samfélagsleg krafa að hún sé alltaf í lagi. Ef krafan á flestum þéttbýlisstöðum á að vera að lögreglan sé komin á staðinn innan ákveðins tíma þá er þetta mjög brothætt. Ástandið myndi ég segja skelfilegt á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Því miður.“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vakti hörð viðbrögð meðal lögreglumanna þegar hún lýsti því yfir í fréttum Stöðvar 2 að lögreglan hefði nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi og að raunar hefði aldrei verið sett meira fé í löggæsluna en nú. Lögreglustjórar og lögreglufólk hefur verið á öndverðum meiði við ráðherrann. Sigríður vildi meina að fjármagnið væri til staðar og aðeins þyrfti að koma til forgangsröðunar hjá lögreglustjórunum. „Það er ekkert verið að bruðla innan lögreglunnar. Þetta er dýr rekstur og ófyrirséður. Það kostar að hafa hlutina í lagi,“ segir Úlfar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira